Vanskilaferlið

  • Gjalddagi leigu er 1. hvers mánaðar.
  • Eindagi leigu er 7. hvers mánaðar. Ef greitt er eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.
  • Innheimtuviðvörun er send 9. hvers mánaðar og leggst þá kostnaður vegna hennar á kröfuna.
  • Hafi krafan ekki verið greidd 20. hvers mánaðar fer hún sjálfvirkt í milliinnheimtu hjá innheimtuþjónustunni Mynta með auknum viðbótarkostnaði. Möguleiki er þá á að semja um kröfuna og fá greiðsludreifingu.
  • Ef ekki er brugðist við milliinnheimtu fer krafan í lögfræðiinnheimtu hjá lögmannsstofunni Lög og réttur og riftun leigusamnings 35 dögum eftir gjalddaga.

Í innheimtuferlinu hefur leigjandi því 20 daga þar til krafan fer í milliinnheimtu og tvenn mánaðarmót áður en krafan fer í lögfræðiinnheimtu.

Ráðgjöf

Við ráðleggjum fólki í fjárhagsvanda eindregið að leita sér ráðgjafar. Umboðsmaður skuldara hefur til dæmis það hlutverk að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf. Það getur skipt afar mklu máli að leita sér aðstoðar tímanlega. Leita má einnig ráða hjá ráðgjöfum bankanna, Félagsþjónustu sveitarfélaganna og víðar.