Uppsögn og skil íbúðarhúsnæðis

  1. Uppsagnafrestur íbúðarhúsnæðis er 3 mánuðir
  2. Uppsögn skal berast skriflega til Atrenna ehf eða með tölvupósti á atrenna@atrenna.is
  3. Úttekt á leiguíbúð skal fara fram 2 vikum fyrir afhendingardag og einnig á afhendingardegi.
  4. Leigutaka ber að skila íbúð hreinni, allir gluggar skulu vera hreinir, innréttingar og hurðir skulu þrifin, öll hreinlætistæki (eldavél, háfur, blöndunartæki og sturtubotn ofl) skulu þrifin.
  5. Heilar, virkar ljósaperur skulu vera í öllum perustæðum.
  6. Veggir skulu vel þrifnir.