Bankaábyrgð

Bankaábyrgð sem nemur 3ja mánaða húsaleigu þarf að fylgja öllum leigusamningum.

Allir leigjendur þurfa að leggja fram tryggingu í formi bankaábyrgðar. Ábyrgðin þarf að gilda í 60 daga umfram gildistíma samnings og vera á nafni leigjanda. Íbúðir eru ekki afhentar nema frumrit ábyrgðar liggi fyrir.

Almennt skilyrði fyrir því að bankinn gefi út bankaábyrgð er að fjárhæð ábyrgðarinnar sé lögð inn á handveðsettan reikning í bankanum en í vissum tilvikum getur slík trygging verið í öðru formi. Stundum er skilyrði að viðkomandi sé í viðskiptum við bankann. Þá getur einnig verið litið til viðskiptasögu viðkomandi þegar metið er hvaða tryggingu bankinn þarf fyrir útgáfu ábyrgðar.

Bankaábyrgð getur verið hagkvæmur kostur fyrir leigjandann allt eins og leigusalann.
Sjá nánar: Kostir bankaábyrgðar fyrir leigutaka